Algengar spurningar

▸ Hvernig virka sérpantanir?

Þegar þú pantar vörur hjá okkur þarftu að svara spurningu áður en þú klárar pöntunina um hvort þú kýst að leyfa okkur að sérpanta þær vörur sem ekki eru til lager eins og er.

Um leið og við erum búin að athuga lagerstöðuna hjá okkur færðu póst þar sem þú sérð hvaða vörur eru tilbúnar til afhendingar samstundis.

Ef þú kýst að leyfa sérpöntun verða þær vörur sem ekki eru til á lager pantaðar strax með næstu sendingu til okkar. Almennt eru þær komnar til okkar 1-4 virkum dögum seinna og eru sendar af stað til þín strax í kjölfarið ef þú valdir heimsendingu. Ef vara er ekki fáanleg frá birgja látum við þig vita um leið og það kemur í ljós.

Ef þú kýst að afþakka sérpöntun verða þær vörur sem ekki eru til á lager endurgreiddar samstundis, ásamt sendingakostnaði ef enginn hluti pöntunarinnar er til. Ef þú valdir heimsendingu sendum við þér póst til að staðfesta hvort þú vilt ennþá fá pöntunina senda ef hluti pöntunarinnar er ekki til. Ef ekkert svar berst okkur innan 3gja daga sendum við hana af stað eins og venjulega.

Með því að leyfa okkur að sérpanta vörur fyrir þig hefur þú aðgang að fullu vöruúrvali birgja okkar án fyrirhafnar og getur til dæmis verslað hagstæðustu stærðina af fóðurpoka eða minna seld fóður sem erfiðara er að finna á lager án vandamála.

▸ Hvernig virkar fóðuráskrift?

10% afsláttur er af öllu fóðri í áskrift.

Þú getur skráð þig í áskrift að hvaða fóðri sem er sem er til sölu í vefversluninni. Við sérpöntum fyrir þig eftir þörfum og skiptir því ekki máli hvort fóðrið er almennt til upp í hillu hjá okkur eða ekki.

Þú velur hvaða fóður, magn og tíma milli sendinga og við sjáum um rest.

Við sendum út áskriftarpantanir á ca. tveggja vikna fresti, í byrjun hvers mánaðar og um miðjan mánuð. Það gætu því liðið einhverjir dagar þangað til við sendum út fyrstu sendinguna þína. Ef þú vilt frekar að við sendum fyrstu pöntun út samstundis og þú fáir svo sendingu númer tvö á skipulögðum sendingadegi, láttu okkur þá vita.