Petosan tannburstar

brush_bilde.jpg

 Petosan tannburstinn er sérhannaður tannbursti fyrir hunda, og fæst í 3 stærðum

  •   0-6 kg
  • - 7-15 kg
  •  16+ kg

Tvöfaldur haus auðveldar burstun, og langt og grannt höfuð auðveldar aðgengi að tönnum aftast í kjafti hundsins.

Þegar byrjað er að venja hundinn við að tennurnar séu burstaðar, er best að nota aðeins vatn í nokkra daga, eða þar til hundurinn er orðinn vanur því að tennurnar séu burstaðar. Því næst má notast við sérstök hundatannkrem t.d. petosan tannkremið, tannkrem fyrir mannfólk eru ekki æskileg fyrir hundinn þau bæði freyða og innihalda of mikið flúor.

Ef byrjað er að venja hundinn við að tennurnar séu burstaðar snemma á ævinni, verður þetta fljótlega að vana og hundurinn samvinnuþýður, svo lengi sem varlega er farið.

Burstun: staðsetjið burstann yfir tanngarðinum, nokkrar tennur í einu, svo hárin séu staðsett í 45° halla miðað við tanngarðinn, burstið uþb. 10 sinnum á hverjum stað með stuttum blíðum strokum. Burstið sérstaklega vel framtennur og vígtennur, eins og á milli tanna. Þetta eru staðirnir sem hættast er við tannsteinsmyndun. Hallið burstanum aðeins inn og aðeins út til að ná sem bestum árangri við hreinsun við tannholdsröndina. 

Sjá nánar á www.petosan.com