Harrisons fóðrið gerilsneytt eða ekki?

fóður

Okkur hefur borist fyrirspurn um hvort Harrisons fuglafóðrið sé gerilsneytt, og henti fuglunum okkar þar af leiðandi ekki. 

Harrisons fuglafóðrið er ekki gerilsneytt. Það er ristað við vægan hita, sem drepur ákveðnar óæskilegar umhverfisbakteríur, sem er nauðsynlegt til að tryggja gæði fóðursins.  Rotvarnar efni eru ekki notuð, þar sem þau geta valdið heilsubrestum hjá fuglunum, meðal annars í formi eitrana, þarmakvilla, lifrarkvilla og nýrnasjúkdóma. Einnig er mjög strangt gæðaeftirlit og hreinlætiseftirlit við framleiðslu fóðursins, enda er þetta lífrænt vottað fóður af USDA, sem gerir mjög strangar kröfur til framleiðenda á lífrænum vörum.Harrisons fuglafóðurslínan er sú eina sem býður upp á sjúkrafóður fyrir fugla. Miklar rannsóknir liggja að baki Harrisons fuglafóðrinu hjá Dr. Greg Harrison sem þróaði fóðurlínuna. Ýtarlegar rannsóknir hafa einnig verið framkvæmdar í sambandi við gæði og áhrif fóðursins á fugla. Fóðrið er þróað út frá næringarlegum þörfum fuglanna, og hefur Harrisons fóðrið sannað áæti sitt aftur og aftur, t.d. er best fyrir fugla sem ekki mega fá mikið járn í fóðrinu, eins og Toucan, að vera á Harrisons þar sem járninnihaldið er mjög lágt, en þó nóg til að viðhalda járnbúskap allra fugla. Nánari upplýsingar um fóðrið fást á www.harrisonsbirdfoods.com eða skrifa til animalia.ehf@gmail.com