AVIx Soother Spray

AviX Soother

AVIx vörurnar eru sérþróaðar fyrir fugla, af Dr. Greg Harrison.  Vörurnar örva eigið ónæmiskerfi fuglanna og stuðla þar með að auknu heilbrigði þeirra.

Þessi úði er græðandi og dregur úr ertingu og kláða í húð.  Hann er hægt að nota með öllu Harrisons fóðri, bestur árangur næst þó þegar hann er notaður með High Potency fóðrinu og/eða Power Treats.  Oft hjálpar að úða fuglana með Soother Spray þegar þeir virðast vera að byrja á fjaðurplokki.  Soother spray er ekki ætlað til notkunar á ófiðraða unga, fugla með nýrnasjúkdóma og mjög veika fugla.

Ávinningur:

 • virkar græðandi á viðkvæma húð
 • virkar græðandi á smásár sem sjást er fuglar eru að byrja reyta sig og limlesta
 • dregur úr ertingu og kláða, og eykur vellíðan við fjaðurhamskipti
 • notar nýjustu tækni í flutningi efna yfir húð
 • auðvelt í notkun, jafnvel á stór húðsvæði
 • veitir vellíðan við fjaðurhamsskipti
 • prófað og viðurkennt af Dr. Greg J. Harrison, DVM, Dipl. ABVP-Avian, Dipl. ECAMS

Lyfjafræðilegir eiginleikar Aloe Vera:

 • Inniheldur A, C og E vítamín sem hafa andoxunareiginleika
 • Bradykínasi minnkar erting í húðinni
 • Fjölsykrur sem styðja við ónæmiskerfið
 • Aloin og emodin  eru fenólefni sem finnast í plöntuvökva.  Þau hafa bólgueyðandi, bakteríu- og vírusdrepandi eiginleika
 • Saponín – einskonar ”sápa” sem er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, vírusdrepandi og sveppaeyðandi
 • Campesteról, sisteról, lupeól – plöntusterar sem geta haft bólgueyðandi eiginleika
 • Salicylsýra sem er bólgueyðandi
 • Inniheldur amínósýrur
 • Inniheldur lignín sem verður til þess að húðin drekkur í sig Aloe vera og leyfir einnig flutning annarra efna yfir húð
 • Aloe vera er kælandi jurt – flest húð- og fjaðurvandamál eru ”heit” vandamál

Leiðbeiningar:

Haldið spreyinu fleiri sentimetra frá fuglinum og úðið á erta svæðið. Notið aðeins í 10 daga í einu. Baðið fuglinn vel a.m.k. einu sinni á meðan meðferð stendur. Ef vandamálið heldur áfram, hafið þá samband við dýralækninn ykkar.  Ef húðin verður rauð eða pirruð skal hætta notkun samstundis og hafa samband við dýralækni.

Innihaldsefni:

100% hreint aloe vera, NH4 lausn og eimað vatn.