AVIx Soother Ointment

AVIx Soother Ointment

AVIx vörurnar eru sérþróaðar fyrir fugla, af Dr. Greg Harrison.  Vörurnar örva eigið ónæmiskerfi fuglanna og stuðla þar með að auknu heilbrigði þeirra.

Áhrifaríkur verkjastillandi og bólgueyðandi áburður, sem hægt er að nota með hvaða Harrisons fóðri sem er. Hægt að nota á húð allra fugla á öllum aldri, eftir ábendingu dýralæknis og undir hans eftirliti. Ekki ætlað til notkunar hjá fuglum með nýrnasjúkdóma.

Ávinningur:

 • áhrifaríkt smyrsli við meðhöndlun á sársauka, þrota og bólgum
 • verkjastillandi við marbletti, áverka, vöðvakrampa, skurðsár og sjálfsáverka
 • notar nýjustu tækni í flutningi efna yfir húð
 • má setja beint á opin sár og áverka
 • prófað og viðurkennt af Dr. Greg J. Harrison, DVM, Dipl. ABVP-Avian, Dipl. ECAMS

Lyfjafræðilegir eiginleikar Aloe Vera:

 • Inniheldur A, C og E vítamín sem hafa andoxunareiginleika
 • Bradykínasi minnkar erting í húðinni
 • Fjölsykrur sem styðja við ónæmiskerfið
 • Aloin og emodin  eru fenólefni sem finnast í plöntuvökva.  Þau hafa bólgueyðandi, bakteríu- og vírusdrepandi eiginleika
 • Saponín – einskonar ”sápa” sem er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, vírusdrepandi og sveppaeyðandi
 • Campesteról, sisteról, lupeól – plöntusterar sem geta haft bólgueyðandi eiginleika
 • Salicylsýra sem er bólgueyðandi
 • Inniheldur amínósýrur
 • Inniheldur lignín sem verður til þess að húðin drekkur í sig Aloe vera og leyfir einnig flutning annarra efna yfir húð
 • Aloe vera er kælandi jurt – flest húð- og fjaðurvandamál eru ”heit” vandamál

Leiðbeiningar:

Berið á húðina með bómullarpinna og nuddið á svæðið.  Notist samkvæmt ráðleggingum dýralæknis og ekki í meira en 10 daga í einu.  Stöðvið notkun ef bera fer á roða eða ertingu í húð.  Baðið fuglinn að minnsta kosti einu sinni á meðan meðferð stendur. Til að verkjastilling náist kann að vera að meðhöndla þurfi fuglinn mörgum sinnum á dag. Ef fuglinn lagast ekki skal aftur hafa samband við dýralækni.

Innihaldsefni:

Hreinn aloe vera safi, 2,5% NH4 lausn (microencapsulated) til verkjastillingar.