AVIx Bird Rain

Avix Bird Rain

AVIx vörurnar eru sérþróaðar fyrir fugla, af Dr. Greg Harrison.  Vörurnar örva eigið ónæmiskerfi fuglanna og stuðla þar með að auknu heilbrigði þeirra.

Þægilegt og náttúrulegt fuglabað sem má nota á alla fugla, og gildir þá einu hvaða fóðri þeir eru á. Mælt er með að nota Bird Rain með Harrisons fóðri. Bird Rain hjálpar til við að auka raka í fjöðrunum sem oft tapast í þurru umhverfin innandyra.  Eykur náttúrulegan fjaðurgljáa og minnkar flösu og fjaðurryk.  Notkun á Bird Rain örvar einnig fuglinn til eðlilegrar snyrtingar, þar sem þetta er “bað” fyrir hann.  (Bird Rain má ekki nota á fjaðurlausa fugla eða mjög veika fugla).

Ávinningur:

 • hreinsar fjaðrirnar á áhrifaríkan hátt
 • má nota daglega
 • eykur náttúrulegan fjaðurgljáa
 • heldur húðinni heilbrigðri
 • dregur úr flösu og fjaðurryki
 • kemur jafnvægi á raka húðarinnar og fjaðra
 • sérstaklega gott fyrir fugla með þurra húð á fótum
 • aloe vera hjálpar til við að róa þrra og pirraða húð
 • gefur möguleika á þrífa fuglinn á einfaldan og fljótlegan hátt
 • eiturefnalaust og þarf því ekki að skola af

Lyfjafræðilegir eiginleikar Aloe Vera:

 • Inniheldur A, C og E vítamín sem hafa andoxunareiginleika
 • Bradykínasi minnkar erting í húðinni
 • Fjölsykrur sem styðja við ónæmiskerfið
 • Aloin og emodin  eru fenólefni sem finnast í plöntuvökva.  Þau hafa bólgueyðandi, bakteríu- og vírusdrepandi eiginleika
 • Saponín – einskonar ”sápa” sem er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, vírusdrepandi og sveppaeyðandi
 • Campesteról, sisteról, lupeól – plöntusterar sem geta haft bólgueyðandi eiginleika
 • Salicylsýra sem er bólgueyðandi
 • Inniheldur amínósýrur
 • Inniheldur lignín sem verður til þess að húðin drekkur í sig Aloe vera og leyfir einnig flutning annarra efna yfir húð
 • Aloe vera er kælandi jurt – flest húð- og fjaðurvandamál eru ”heit” vandamál

Leiðbeiningar:

Haldið spreyinu fleiri sentimetra frá fuglinum og úðið á hann eftir þörfum.

Innihaldsefni:

Eimað vatn, hreint aloe vera, sodium lauryl sulfate, sodium dodecyl og benzene sulfonate.