AVIx Booster

AVIx BoosterAVIx Booster

Booster er gott sem bætiefni með öllu Harrisons fóðri, nema Power Treats.  Booster er sérstaklega gott fyrir stressaða fugla eða veika, eða fuga sem þarfnast stuðnings fyrir ónæmiskerfið.  Gott fyrir fulga meðan stendur á fóðurskiptum, með handmötunarfóðri, fyrir vaxandi fugla og aðra fugla sem eru að jafna sig eftir veikindi, eða fugla sem er verið að meðhöndla af dýralækni með lyfjum.

Ávinningur:

  • hefur örverudrepandi og frumdýraeyðandi eiginleika
  • getur stuðlar að heilbrigðu ónæmiskerfi
  • getur dregið úr fjaðurplokki
  • hemur óæskilegar örverur í maga og þörmum, styrkir og eykur náttúrulega flóru meltingarvegarins
  • hátt innihald af andoxunarefnum (E vítamín) og karotenum (forefnum A-vítamíns)
  • inniheldur rétt hlutfall lífsnauðsynlegra fitusýra, sérstaklega omega 3 og 6
  • inniheldur lífrænt ræktaða rauðpálmaávaxtaolíu (Brazilian dende)

Leiðbeiningar:

AviX Booster er seigfljótandi við herbergishita.  Til að  gera hann fljótandi, þarf að setja flöskuna í heitt vatn (ca 43°C) í nokkrar mínútur.  Gefa skal fugli 1 dropa á hver 100 g fugls,  í munnhol einu sinni á dag.  Ekki skal gefa meira en 3 dropa á dag, óháð stærð fugls.  Haldið áfram notkun þar til starfsemi ónæmiskerfisins er orðin eðlileg eða samkvæmt ráðum dýralæknis.

Innihaldsefni:

Einglyseríð af ætilegum fitusýrum leyst upp í 100% lífrænt vottaðri rauðpálmaávaxtaolíu.