Recovery formula

Harrisons Recovery formúlan veitir næringarlegan stuðning fyrir veika og slasaða fugla.  Næringarefnin eru auðupptekin, jafnvel af mjög veikum einstaklingum.  Í flestum tilfellum þarf að hafa samráð við dýralækni varðandi notkun Recovery formula og ekki á að fóðra lystarlausa fugla með Recovery formula án samráðs við dýralækni.

Recovery formúla er hægt að nota sem handmötunarfóður fyrir fugla sem éta skordýr (þar sem þeir geta oft ekki melt kornsterkju).  Þeir eru fóðraðir frá klaki og þar til þeir eru orðnir fiðraðir.

Veika fugla skal handmata þar til þeir hafa náð nægum styrk til að hjálpa sér sjálfir.

Ábendingar:

 • næring fyrir alla fugla með þurfa mikillar umönnunar með allt þar til þeir geta borðað sjálfir
 • fyrir fugla sem eru í lyfjameðhöndlun, eða hafa gengist undir skurðaðgerð
 • fyrir mjög veikburða og kraftlitla fugla, sem eru komnir á það stig að auðmelt fæða er nauðsynleg til að viðhalda og ná upp kröftum hjá fuglinum
 • hægt að nota sem stuðning við fóðurskipti (hjá kraftlitlum fuglum sem þurfa nauðsynlega að skipta um fóður)
 • fyrir fugla þar sem næringarskortur (anorexia) hefur hægt á tæmingu meltingarfæranna, þó ekki fyrir þá sem eru með garnastíflu eða stöðvun þarmaflæðis

Fóðrunarleiðbeiningar: ATH!  Nauðsynlegt er að beita réttri tækni við handmötun til að skaða ekki fuglinn.  Óvanir ættu ekki að reyna handmötun án leiðsagnar.  Röng tækni getur vandið sárum í munnholi eða innöndunar á fóðri, sem aftur getur leitt til lungnabólgu og dauða fuglsins.  Ef notuð er slanga þarf að tryggja að fuglinn skemmi ekki slönguna. Eftirfarandi leiðbeiningar eru ekki ætlaðar til að fólk prófi sig áfram heima með handmötun, heldur sem stuðningur við þá sem hafa fengið leiðsögn.

 1. þreifið á sarpinum til að tryggja að hann sé næstum tómur áður en fóðrun hefst
 2. blandið 1 hluta Recovery Formula á móti 1-3 hlutum af 39°C heitu soðnu vatni (blöndun formúlunnar fer eftir leiðbeiningum frá dýralækni).  Hitið ekki í örbylgjuofni.  Látið kólna að líkamshita.
 3. að fóðra með handmötunarnál og sprautu er sennilega algengasta aðferðin til handmötunar.  Staðsetjið nálina þannig hún fari inn í munnholið á vinstri hlið goggsins og beinið henni í átt að háls fuglsins hægra megin.  Setjið matinn í sarpinn.
 4. fóðrið fuglinn þar til sarpurinn er fullur en ekki úttroðinn.  Þrífið fóðurleifar af fuglinum, gogg og fjöðrum.  Fóðrið eins oft og þarf til að viðhalda eða auka líkamsþyngd fuglsins.

Geymsla og líftími:

Eitt af markmiðunum með Harrison´s fuglafóðri er að hlífa fuglinum þínum við aukefnum. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig halda skal fóðrinu fersku:

 • Lyktið af fóðrinu áður en fóðrað er.
 • Þrýstið öllu lofti úr pokanum og rennið honum aftur að ofan.
 • Ef rennilásinn bilar eða er fjarlægður, brjótið pokann þá saman nokkrum sinnum að ofan og lokið með klemmu.
 • Geymið fóðrið í upprunalegu umbúðunum. Ekki endurpakka í plastpoka eða dunka.
 • Notið innihaldið innan fjögurra til sex vikna eftir að pokinn er opnaður.
 • Kaupið Harrison´s fóður aðeins í upprunalegum umbúðum.
 • Hægt er að viðhalda ferskleika fóðursins með því að geyma það í ísskáp eftir að pokinn er opnaður.

Innihaldsefni:
Sojaprótín, sólblómaolía með háu innihaldi af olíusýru, sykur, kalsíum karbónat, kalíumklóríð, vítamín (A-vítamín, D3-vítamín, dl-alfatokoperilacetat, B12-vítamín, d-kasíumpantothenate, níasín, pyridoxínhydroklórið, d-bíotín, þíamínmónónítrat, fólínsýra, sinksulfat, mangansulfat, koparsulfat, natríumselenít, kalsíumkarbónat, grænmetisolía), fosfatadylkólín, díkalsíumfosfat, metþíónín, E-vítamín