HBD´s Avian Enzyme

Harrisons meltingarensím fyrir fugla

Leiðbeiningar um notkun:
Fyrir páfagauka, dúfur og aðra fugla. Inniheldur náttúrleg ensím. Notað til að bæta og hjálpa meltingunni hjá fuglum sem þjást af kvillum sem letja eða hemja metlinguna, t.d. fuglar með brisbólgur, vanvirkt bris, vanfrásogsheilkenni, magasekksútvíkkun (proventricular dilatation), og ungar með hæga tæmingu á meltingarfærunum.

Getur nýst ungum 1-7 daga sem eru handmataðir. Getur nýst krónískt veikum, og mjög gömlum fuglum sem ekki eru að nýta fóðrið eins og best væri á kostið. Einnig gott fyrir suma fugla sem eru ekki að nýta fóðrið vegna veikinda.

Getur nýst við handmötun þegar grauturinn virðist of þykkur þrátt fyrir rétt hlutföll af dufti og vatni