Níu fljótleg ráð við fóðurskipti

Níu fljótleg ráð við fóðurskipti yfir á Harrisons fuglafóður

1. Breytið umhverfi fuglsins. Reynið að flytja fuglinn á nýjan stað, ss. box, fiskabúr eða jafnvel nýtt búr. Fjarlægið öll leikföng, rimla og skálar og setjið High Potency á traustan flöt á gólfinu.
2. Notið spegla á hvítum pappír. Að dreifa fóðrinu yfir spegil eða hvítt blað á botni nýja staðsins virkar sérlega vel fyrir gára. Fugl sem hefur náð félagslegum þroska á það til að éta til að keppa við fuglinn í speglinum. Hvítur bakgrunnur pappírsins getur dregið athyglina að fæðunni.
3. Venjið fuglinn af fræjum hægt og rólega. Bjóðið td. fræ í matarskálinni í 1 klst. á kvöldin, fjarlægið þau svo og setjið High Potency í staðinn. Næsta dag gefið þið fuglinum fræ í 30 mínútur að morgni og kvöldi. Á þriðja degi minnkið þá tímann niður í 15 mínútur tvisvar á dag. Og að lokum bjóðið þá aðeins upp á High Potency. Fylgist með hægðum fuglsins.
4. Fóðrið fuglinn á matartímum. Setjið matinn á disk, hreyfið hann um með fingrinum eða skeið og þykist borða hann fyrir framan fuglinn.
5. Bjóðið Power Treats, Pepper Lifetime Coarse eða Adult Lifetime Mash. Fuglar elska bragðið af Power Treats og Pepper Lifetime. Það má mylja það niður fyrir minni fugla. Adult Lifetime Mash er líka áhugavert á bragðið.
6. Notið fugl sem kominn er á Harrisons fóðrið sem fyrirmynd. Hýsið fuglinn ykkar nálægt öðrum fugli sem nú þegar étur Harrisons fuglafóður, eða notið æfingafugl í sama búri sem fyrirmynd.
7. Hitið eða bleytið matinn. Það má hita High Potency aðeins eða bleyta það örlítið með smá ávaxtasafa.
8. Hafið samband við dýralækninn ykkar og athugið hvort hann geti séð um fóðurbreytinguna. Stundum halda fuglarnir að Harrisons sé EKKI matur og að setja fuglinn á stað þar sem fylgst er grannt með honum heldur honum heilbrigðum við fóðurbreytingarnar.
9. Ef þessi þrep hjálpa ekki í fyrstu tilraun, fóðrið þá aftur með venjulega fóðrinu og reynið svo aftur eftir nokkurn tíma. Að leggja það á sig er þess virði til lengri tíma litið.
ATH!! ALLAR FÓÐURBREYTINGAR ER RÁÐLAGT AÐ GERA Í SAMRÁÐI VIÐ DÝRALÆKNI