3 SKREF TIL AUÐVELDARI FÓÐRUNAR

3 SKREF TIL AUÐVELDRARI FÓÐRUNAR
Harrisons hágæðafuglafóður

1. Helga sér verkefnið - að kenna þér að fuglinum þínum muni líða miklu betur á lífrænu, náttúrulegu fæði eins og Harrisons fuglafóðri er eitt, að kenna fuglinum þínum getur verið dálítið öðruvísi. Hafið í huga að það má líkja þessari breytingu við að kenna barni sem hefur lifað á sælgæti og pylsum, að borða salat og soðið grænmeti. Það getur vel verið að það verði mótþrói í byrjun en litið til langs tíma er árangurinn vel þess virði.
Dýralæknirinn þinn er stór þáttur í fóður-breytingunni. Ráðlagt er að fara til dýralæknis áður en fóðrinu er breytt og þegar að frekari rannsókna er þörf. Dýralæknirinn mun líka aðstoða þig við að velja rétta Harrisons fóðrið fyrir fuglinn þinn. Til lengri tíma þá ert það þú sem að ert lykillinn að heilsufari fuglsins þíns og líka í því að fóðurbreytingin gangi auðveldlega og örugglega fyrir sig.

2. Virkni. Fuglar elska ferskt hnetubragðið af Harrisons fóðrinu og munu éta það næstum strax. Samt sem áður eru nokkrir fuglar sem að þarf að ýta svolítið við þegar að nýtt fæði er kynnt vegna þess að þeir geta einfaldlega verið hræddir eða tortryggnir við að prufa eitthvað nýtt.

3. Áframhald. Þegar fóðrað er með fóðri þar sem vísindalegar rannsóknir liggja að baki, er mjög mikilvægt að fylgja leiðbeiningum dýralæknisins fyrir það fóður. Með því að blanda saman tegundum eða að bæta við umtalsverðu magni af millimáltíðum eða öðru fóðri er eigandinn að taka ábyrgð á að hafa fóðurhlutföll í jafnvægi og öll nauðsynleg næringarefni í réttu hlutfalli. Harrisons fuglafóður er þróað til veita fuglinum góða og heilbrigða næringu, svo að allar breytingar geta raskað því jafnvægi.