Fóðrunarleiðbeiningar

FÓÐRUNARLEIÐBEININGAR
Fyrir Harrisons fuglafóður

1) Byrjið með að hafa Harrisons fuglafóður til staðar í fóðurskál fuglsins allan daginn; gefið venjulega fóðrið tvisvar á dag og hafið það bara hjá fuglinum í 30 mínútur í hvert skipti (einn fóðurtími að morgni, einn að kvöldi). Blandið saman við gamla fóðrið smá af Harrisons fuglafóðri, og aukið smám saman magnið af því og minnkið að sama skapi gamla fóðrið í ekki neitt á 3-5 dögum. Ef að fuglinn þinn virðist ekki vera að éta fóðrið reynið eitt af ráðunum í kaflanum „Fljótleg ráð”.

2) Takmarkið aukabita eftir fóðurskiptin til mjög lítils magns af lífrænu, dökk grænu eða dökk gulu grænmeti eða ávaxta eins og soðinna sætra kartaflna, gulróta, eða hrátt mangó og papaya.

3) Bætið aðeins við mat sem talað er um aftan á pokunum. Annar matur getur komið ójafnvægi á nærignargildi fóðursins.

4) Bætið ekki við öðru ss. vítamínum, kalkríkri fæðu, fræjum, mat af borðinu eða öðru dýrafæði.

5) Gefið ferskt Harrisons fuglafóður daglega (munið, engin rotvarnarefni) og bætið ekki við í skálina. Tæmið hana og setjið nýtt. Myndir þú borða morgunkorn sem staðið hefur í skál á borðinu alla nóttina? Með smá viðbót úr pakkanum ofan á?

6) Fylgist vel með fuglinum. Bara það að maturinn sé orðinn að púðri, sé hent um eða að hann sé í fóðurskálinni allan tímann, þá er það ekki merki um að hann sé að borða, eða að hann sé að borða nóg. Ef eitthvað eftirfarandi sést eða ef þú ert ekki viss um heilsufar fuglsins, hafðu þá samband við dýralækninn þinn og endurskoðið fóðurbreytingarnar saman.
HEGÐUN: virðist kaldur, lystarlaus, úfinn eða hefur lítinn áhuga á að leika eða tala.
HÆGÐIR: mjög lausar eða miklu minni en vant er, og hlutfallið af þvagi/þvagsýru (hvíti hlutinn) hefur aukist, eða hægðirnar breyta um lit og verða gular eða dökk grænar (litabreytingar yfir í brúnt eru eðlilegar vegna fóðursins).
ÞYNGD: fylgist með framförunum með að vigta fuglinn daglega á vigt. Ef að hann missir meira en 10% (3 g = gári, 10 = dísur), breytið þá aftur yfir í fyrra fóður og hringið í dýralækninn.