Power Treats

Lífrænt vottað, bragðgott, ristað og heilsusamlegt bætiefni fyrir alla heimilispáfagauka.  Inniheldur lífrænt vottaða brasilíska rauðpálmaávaxtaolíu.

Power Treats bætiefni

Ábendingar:

 • Hægt er að nota Power Treats sem undirstöðufóður í skamman tíma, til að hjálpa til við að venja unga af handmötun og breyta fóðurvenjum fugla, t.d. við að hjálpa til við að færa fugla úr fræfóðri yfir á Harrisons fuglafóður. Gott er að nota Power Treats sem aukaorkuuppsprettu handa fuglum sem hafa verið mjög veikir, og eru nú þegar á Harrisons.
 • Gott fyrir alla fugla sem eru með þurra, flagnandi húð (klær, goggur), skallabletti á fótum, eða vantar gljáa eða lit á fjaðrir.
 • Gott fyrir flesta eldri fugla.
 • Gott fyrir ákveðnar fuglategundir sem éta fóður með háu olíuinnihaldi.
 • Hátt hlutfall andoxunarefna (E vítamín og Coensím Q10) er í Power Treats.
 • Hátt innihald karótena (forvera A vítamína).
 • Gott jafnvægi af lífsnauðsynlegum fitusýrum.
 • ATH! Power Treats er ætlað sem bætiefni handa fuglum sem eingöngu eru á heilfóðri.  Power Treats inniheldur mikið af olíu og  getur notkun þess hjá fuglum sem eru eingöngu á fræjum leitt til sjúkdóma s.s. fitulifrar.

Fóðrunarleiðbeiningar:

 • Fóðrið 1 köggul af Power Treats á móti 3 kögglum af Coarse Formula.
 • Má vera upp að 30% af heildarfóðurmagni daglega.

Power Treats, bætiefni

Bætiefni:

Ekki er mælt með að bæta fóðrið með vítamínum eða öðru fuglafóðri eða dýraafurðum. Bætiefni skyldi takmarka við 10% af heildarmagni fæðu fuglsins.  Bjóðið lífrænt grænmeti og ávexti í litlu magni, veljið dökkgult, kjötmikið grænmeti eða dökkgræn lauf eins og t.d. sætar kartöflur, gulrætur, grasker, vetrarkúrbít, brokkoli, steinselju, spínat, mangó eða papaya.

(Fyrir fugla sem hugsanlega eru með járnbindi-sjúkdóma: Forðist vínber, sólber, rúsínur, lifur, rautt kjöt, eggjarauðu eða dökkgrænt grænmeti s.s. spínat sem getur inihaldið mikið járn.)

Geymsla og líftími:

Eitt af markmiðunum með Harrison´s fuglafóðri er að hlífa fuglinum þínum við aukefnum. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig halda skal fóðrinu fersku:

 • Lyktið af fóðrinu áður en fóðrað er.
 • Þrýstið öllu lofti úr pokanum og rennið honum aftur að ofan.
 • Ef rennilásinn bilar eða er fjarlægður, brjótið pokann þá saman nokkrum sinnum að ofan og lokið með klemmu.
 • Geymið fóðrið í upprunalegu umbúðunum. Ekki endurpakka í plastpoka eða dunka.
 • Notið innihaldið innan fjögurra til sex vikna eftir að pokinn er opnaður.
 • Kaupið Harrison´s fóður aðeins í upprunalegum umbúðum.
 • Hægt er að viðhalda ferskleika fóðursins með því að geyma það í ísskáp eftir að pokinn er opnaður.

Innihaldsefni:

Malaðar skrumaðar jarðhnetur*, eimaður sykurreyrssafi*, Tapioka maltodextrin*, malaður gulur maís*, malað afhýtt hvítt hirsi*, möluð afhýdd sólblómafræ*, malað afhýtt bygg*, malaðar grænar baunir*, pálmahnetuolía*, malaðir afhýddir ristaðir hafrar*, malaður brúnn maís*, möluð Salvia hispanica fræ, malað sólþurrkað alfalfa*, montmorilonit leir, kalsíumkarbónat, þaramjöl, E-vítamín, náttúrulegt salt með snefilefnum, spírúlína, A-vítamín, D3-vítamín, níasín, B12-vítamín, ríbóflavín, d-kasíumpantothenate, pyridoxínhydroklóríð, d-bíótín, þíamínmónónítrat, natríum selenít

*lífrænt ræktað