NÝTT!! Framhaldsnámskeið í fuglahaldi

bird-cell-phone-pets-mirror1.jpgFramhaldsnámskeið í fuglahaldi verður haldið miðvikudaginn 18. maí 2010, í skátaheimilinu Sólheimum 21 a, 104 Reykjavík.  Námskeiðið hefst kl. 19:30.  Námskeiðsgjald er 6000 kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 5 manns.  Skráning á námskeiðið er hafin.Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði í fuglahaldi og/eða hafa átt fugla í lengri tíma.  Farið verður yfir fyrstu hjálp fyrir veika fugla og ítarlega verður farið yfir öndunarfærasjúkdóma hjá fuglum.  Einnig verður farið stuttlega yfir umhirðu, aðbúnað og fóðrun.  Sérstakt tilboð verður á Harrisons fóðri og AviX fuglavörum.Innifalið í námskeiðsgjaldi er námskeiðsmappa, léttar veitingar og óvæntur glaðningur sem kemur fuglaeigendum vel.  Ef spurningar vakna varðandi námskeiðið má senda póst á animalia.ehf@gmail.com  Ef þið hafið einhverjar sérstakar spurningar eða aðra hluti sem ykkur langar að vita um öndunarfærasjúkdóma fugla megið þið líka senda ábendingar og óskir um það.  Hægt er að skrá sig með að senda póst á animalia.ehf@gmail.com eða með því að fylla út skráningarform sem finna má hér.