Grunnnámskeið í fuglahaldi

bird-cell-phone-pets-mirror.jpgNæstu námskeið verða haldin miðvikudaginn 27. október 2010 og miðvikudaginn 17. nóvember 2010, í skátaheimilinu Sólheimum 21 a, 104 Reykjavík.  Námskeiðin hefjast kl. 19:30.  Námskeiðsgjald er 6000 kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 5 manns.  Skráning á námskeiðin er hafin og er fólk beðið um að taka fram við skráningu hvort kvöldið það vill skrá sig á.  Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði varðandi umhirðu og aðbúnað fugla. Farið yfir fyrstu hjálp fyrir veika fugla og helstu sjúkdóma sem hrjá fuglana okkar. Námskeiðið nýtist bæði byrjendum og þeim sem hafa átt fugla í lengri tíma.  Kynnt verður Harrisons fuglafóður og fuglavörur frá AviX, og hægt verður að kaupa vörurnar á sérstöku námskeiðsverði. Hægt verður að skoða skemmtileg fuglaleikföng og leggja fram spurningar sem brenna á ykkur fuglaeigendum. Innifalið í námskeiðsgjaldi er námskeiðsmappa, léttar veitingar og óvæntur glaðningur sem kemur fuglaeigendum vel.  Ef þið hafið frekari spurningar varðandi námskeiðið megið þið endilega senda okkur póst á animalia.ehf@gmail.com - einnig megið þið senda ábendingar og óskir um sérstök atriði sem þið mynduð vilja að farið væri yfir. Hægt er að skrá sig með að senda póst á animalia.ehf@gmail.com eða með því að fylla út skráningarform sem finna má hér.