Aðferðir við að halda á kanínum

friendly-rabbit.jpgÞað eru til nokkrar aðferðir við að taka upp kanínu allt eftir hversu róleg hún er og hversu stór hún er.  Mikilvægast er að muna að styðja alltaf við afturfæturnar til að koma í veg fyrir alvarlega skaða á hryggsúlu.  Hryggurinn hjá kanínum er veikburða og getur brotnað ef að afturfæturnir hanga og kanínan sparkar þá kröftuglega með þeim.  Slík slys eru því miður eru oft varanlegir áverkar og enda með aflífun.  Best er að koma í veg fyrir slík slys.  Takið aldrei kanínuna upp á eyrunum, það er mjög sársaukafullt og algjörlega ónauðsynlegt. Það er betra að taka í hnakkadrambið á þeim eða setja hendina á milli framfótanna (ekki undir magann heldur langt frammi undir brjóstkassanum), og að setja hina hendina undir afturfæturnar.  Framkvæmið tilraunir í gólfhæð til að byrja með, eða þar til þið hafið lært að lyfta kanínunni, þannig að hún hoppi ekki frá ykkur og skaðist í fallinu.

Líka getur verið gott að æfa að leggja kanínuna á bakið þegar klærnar eru klipptar og nota líka tækifærið til að skoða undir magann á henni.  Flestar kanínur læra að slappa af í þessari stellingu.  Vinnið á gólfinu, leggið kanínuna á bakið á hnjám ykkar með höfuðið við enda hjánna, þannig að höfuðið hangi örlítið niður.  Haldið fast um kroppinn með lærunum.  Talið rólega og strjúkið yfir brjóstkassa og maga.  Í byrjun getur verið nauðsynlegt að vera tveir saman, svo að annar getið haldið um fæturnar á meðan klærnar eru klipptar.  Með tíð og tíma slappa margar kanínur svo mikið af að hægt er að framkvæma klóklippinguna á eigin spýtur.

09/2007 © Anna Jóhannesdóttir