Arnpáfar

795efe4a69.jpg
Arnpáfar eða arar (Macaw) eru meðal greindustu páfagauka og litadýrðin er stórfengleg.  Þeir eru stærstir þeirra fugla sem haldnir eru sem gæludýr. Uppruni þeirra er í Mexikó, Mið- og Suður-Ameríku og lifa þeir þar villtir en flestar tegundir arnpáfa eru taldar í útrýmingarhættu.  Til að reyna að vernda stofnana hafa verið innleidd innflutningshöft á villtum arnpáfum til margra landa.  Góðir heimilisfuglar fást þó hjá ræktendum.  Meðal stórra arnpáfa teljast Blágulir arar (Blue and Gold), Skarlatrauðir arar (Scarlets), Grænvængjaðir arar (Greenwings) og Hyasintu arar (Hyacinths), en dæmi um minni arnpáfa eru Gulhnakka arar (Yellow – collars), Severe arar og Nobles arar.

Kaup á ara:

Við kaup á ara þarf ýmislegt að hafa í huga.  Nauðsynlegt er að lesa sér vel til um tegundina svo hægt sé að vita við hverju má búast.  Athugið alltaf uppruna fuglsins áður en þið festið kaup á honum.  Starfsfólk dýrabúða á að hafa undir höndum allar upplýsingar um fuglinn og ef þetta er eldri fugl er rétt að reyna að fá eins mikið að sögu hans og hægt er, jafnvel að hafa samband við fyrri eigendur.  Fuglinum fylgir mikil vinna, en hún er einnig mjög gefandi og skemmtileg. Það er mikil skuldbinding að eiga arnpáfa því þetta eru afar langlíf dýr og mikilvægt er að hafa í huga ábyrgðin á velferð þeirra liggur ætíð í höndum eigandans.

Við hverju má búast af ara:

Arar þurfa mikla athygli og mikið pláss.  Blágulir arar eru dálitlir grallarar í sér en eru bestu heimilisfuglarnir af  arategundunum, jafnvel þótt þeir geti stressast upp nálægt ókunnugu fólki.  Þrátt fyrir að skarlatrauðir arar hafi 62495040b4.jpgtilhneigingu til tengslamyndunar við eina manneskju frekar en aðra, er ekki hægt að treysta þeim gagnvart neinum.  Grænvængjaðir arar eru rólegri og ekki eins ógnvekjandi en geta verið mjög hávaðasamir.  Arar hafa takmarkaða eftirhermuhæfileika hvað orðamyndun varðar.  Hljóðframleiðsla þeirra felst fyrst og fremst í háværum köllum, sérstaklega snemma á morgnana og seinnipart dags.  Frekar erfitt er að rækta ara (undantekningin eru Blágulir arar) en auðvelt er að handmata ungana.  Ræktendur hafa tekið eftir því að þegar þeir eru að ala fuglana á orkuríku fóðri t.d. fyrir ræktun/pörun verða ararnir mjög árásargjarnir og varir um sig.  Samskonar hegðunarmynstur sést hjá mörgum heimilisfuglum, einkum hjá þeim sem ekki eru þjálfaðir, en eru dekraðir og fóðraðir með orkuríkum fóðurtegundum.  Ástæðan er sú að fuglinn heldur að nú eigi hann að fara að fjölga sér og oftar en ekki verða þessir fuglar árásargjarnir og byrja gjarnan að reyta sig.  Þessi ríka tilhneiging ara til árásargirni hefur orðið til þess að almennt er ekki mælt með stórum örum sem gæludýrum, því þetta þróast oft út í hegðunarvandamál sem mjög erfitt er að ráða við.  Hin seinni ár hefur sést sú þróun að arar eru mjög algengir í fuglaathvörfum erlendis því að eigendurnir hafa gefist upp á þeim.

Eru arar gæfir?

Ungir, handmataðir arar laga sig fljótt að nýjum aðstæðum og umönnun.  Snemma á lífsleiðinni ætti að kynna þá fyrir nýjum aðstæðum sem þeir mjög sennilega lenda í einhvern tímann seinna (ferðalög í bíl, heimsókn til dýralæknisins, margir gestir í heimsókn í einu, önnur gæludýr á heimilinu).  Þetta gerir þá hæfari til að takast á við þessar aðstæður.  Rétt er að hafa í huga að hegðunarfrávik eru algeng.  Handmataðir og hegðunarmótaðir ungar þurfa mikla athygli, jafnvel hrópa og skrækja eftir henni og oft gerast þeir fjaðurplokkarar.  Félagsleg matarhegðun, s.s. uppköst, gagnvart fjölskyldumeðlimum getur verið mjög áberandi. Nauðsynlegt er að móta hegðun ara og til þess að það takist vel er mikilvægt er að fuglinn búi við stöðugan aga, gott aðhald og reglusemi. Eigandinn þarf að vera leiðtoginn, sem er umfram allt þolinmóður, umbunar góða hegðun og leiðir hjá sér neikvæða hegðun.  Eigandinn þarf líka að vera undir það búinn að vera kann að beita þurfi fleiri aðferðum eins t.d. að setja hettu á höfuð fuglsins til að róa hann.

Er arinn þinn kvenkyns eða karlkyns?

Erfitt er að greina milli karl- og kvenfugla af tegundinni.  Þeir eru því oftast kyngreindir með DNA rannsókn eða speglun á kviðarholi.  Nokkur munur getur verið á stærð eða litbrigðum kynjanna ef að fuglarnir eru sömu undirtegundar, en ekki er hægt að staðfesta kyn nema með fyrrgreindum aðferðum.

Hvað gera arar allan daginn?

Arar eru leikglaðir og dýrka að naga, en geta verið mjög duglegir að eyðileggja hluti.  Öll leikföng verða því að vera laus við alla eitraða málma, króka, skarpa hluti eða smáhluti sem auðvelt væri fyrir þá að gleypa.  Mjög gott er að sjá þeim fyrir frekar stórum ferskum trjágreinum, sem klipptar eru af trjám sem eru hvorki eitruð né meðhöndluð með skordýraeitri.  Á Íslandi er mikið af birkitrjám og barrtrjám sem eru ekki eitruð fyrir fuglana en í görðum er að finna ýmsar tegundir sem gætu verið eitraðar.  Talið við dýralækninn ykkar ef þið eruð ekki viss um hvaða tré eru í lagi.

Búrið og nánasta umhverfi fuglsins:

Búrið ætti að vera eins stórt og hægt er, a.m.k. ætti að vera pláss fyrir fuglinn til að fljúga milli greina.  Búrið þarf að vera hreint, öruggt, auðvelt í meðförum, úr endingargóðu, eiturefnalausu efni (forðist zink t.d. zinkhúð, zinkmálningu ofl.).  Í búrinu þurfa að vera greinar af mismunandi stærðum, hreinar, eiturefnalausar trjágreinar.  Skynsamlegt er að halda sig frá sléttum tréprikum og plastprikum þar sem þau geta valdið nuddsárum á fótum fuglsins. Forðist að hafa greinar staðsettar beint yfir fóðurdöllum.  Fóðurdalla og vatnsdalla skyldi hafa gegnt opnanlegri hlið búrsins.  Einnig þarf að vera pláss fyrir nokkrar mismunandi gerðir leikfanga sem hægt er að færa til í búrinu, til að koma í veg fyrir að fuglinum leiðist og að hann þ.a.l. verði árásargjarnari.

Hvernig á að merkja fuglinn?

Tvær aðferðir eru notaðar til varanlegrar merkingar á  fuglum, húðflúr og örmerki.  Þótt að hægt sé að nota númeraða fótahringi, er sú aðferð ekki áreiðanleg.  En hver fugl er með einstakt mynstur á fótunum, einskonar fingrafar.  Myndir af fótunum, sem eru uppfærðar reglulega eftir því sem fuglinn eldist, er hægt að nota til að bera kennsl á fuglinn og til að koma í veg fyrir svindl sem getur sést með hinum aðferðunum. Mikilvægt er að eigandi meti hvort merkja þurfi heimilisfuglinn, t.d. er ekki hefð fyrir að merkja minni fugla með örmerkjum né húðflúri.

Hvers vegna á að vængstýfa?

Arar, sem leyft er að fara frjálsir ferða sinna um heimilið, eru sjálfstæðir, árásargjarnir og hafa mikla eyðileggingarhvöt.  Þeir geta rekist á margar hættur á ferðum sínum, bæði líkamlegar og einnig eiturefni og er því mælt með að vængstýfa þá. Markmið vængstýfinga er EKKI að gera fuglinn óflughæfan, heldur að fuglinn geti ekki forðað sér á miklum hraða á flugi, og til að koma í veg fyrir að þeir fljúgi út. Vængstýfing á svona stórum fugli gerir hann háðari eigandastart_left.jpg sínum og ekki eins árásargjarnan.

Hvernig á að halda örum heilbrigðum, ánægðum og öruggum:

Nauðsynlegt er að þjálfa fugla af araætt vel, sérstaklega mikilvægt er að gera þeim ljóst hver er leiðtoginn.  Forðist fóður sem örvar pörunaratferli fuglsins, s.s. mat sem er ríkur af olíum (hnetur, fræ), sæta ávexti og grænmeti (sæt maískorn, epli, appelsínur).  Fóðrið með fersku, hágæða, eiturefnalausu heilfóðri, eins og Harrison´s grófum kögglum, ásamt daglegri viðbót í formi niðurskorins grænmetis og ávaxta, samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið pokans. Gefið ekki fuglasand, það er ekki nauðsynlegt með auðmeltanlegu heilfóðri.  Hafið alltaf hreint og ferskt vatn hjá fuglinum.  Fjarlægið og setjið nýtt fóður og vatn tvisvar á dag, til að hámarka virkni fuglsins.  Sjáið fyrir að fuglinn getið farið öðru hverju í bað, sturtu eða úðun (a.m.k. vikulega).  Forðist að úða skordýraeitri í húsinu.

Hvað skoðar dýralæknirinn hjá heilbrigðum ara?

 • Þurrar opnar nasir
 • Sléttur goggur
 • Tær augu án útferðar
 • Sléttar, bjartar fjaðrir án fjaðurráka (stress bars), gegnsæi eða slitnum, úfnum brúnum
 • Heilbrigði húðar
 • Rétt líkamsstaða
 • Engir hnúðar á fuglinum
 • Jafnt skriðdýramynstur á fótum
 • Klær og goggur af réttri lengd
 • Kok og munnhol án útbrota og slíms
 • Hlustun á hjarta, lungum og loftsekkjum

Lengd ara getur verið frá 30 cm upp í 1 meter og þyngd þeirra frá 200 g upp í 1500 g.  Elstu fuglar verða um 50 ár, en meðallíftími þeirra er 6-10 ár.  Þeir verða kynþroska við 4-7 ára aldur.

Algengustu vandamálin hjá örum:

 • Magavíkkun af taugafræðilegum uppruna0b24c7f94d.jpg
 • Æxlunarvandamál
 • Fjaðurplokk og fjaðurblöðrur
 • Vörtuveiki í munnholi og þarfagangi (papillomatosis)
 • Sjálfsmisþyrming
 • Chlamydia
 • Bakteríu- og veirusýkingar
 • Lyfjaofnæmi
 • Ofnæmi
 • Vanskapaðar tær hjá ungum örum
 • Inngrónar andlitsfjaðrir
 • Öndunarfærasjúkdómar
 • Litabreytingar í fjöðrum

Sumir sjúkdómar sem hrjá ara eru afleiðing næringarskorts.  Að fara með fuglinn reglulega til dýralæknis í skoðun getur komið í veg fyrir marga af þeim sjúkdómum sem áður eru upptaldir og hjálpar þér þ.a.l. til að eiga langt og gott samband við þinn ara.

Hættur á heimilinu

Arar eru mjög forvitnir fuglar og munu skoða allt nýtt í umhverfi sínu.  Þess vegna er mjög mikilvægt að hindra þá í að komast nærri eftirfarandi:

 • Loftviftum
 • Heitri steikingarfeiti
 • Teflon húðuðum hlutum (ofhituðum) og teflon gufum frá þessum hlutum
 • Fuglafóthlekkjum
 • Greinum með sandpappír
 • Tóbaks- og sígarettureyk, handþvottur mikilvægur
 • Súkkulaði
 • Avocado
 • Salti
 • Áfengi
 • Eitruðum plöntum
 • Skordýraeitri
 • Eitruðum gufum
 • Leikföngum sem auðvelt er að taka í sundur
 • Hundum, köttum og ungum börnum
 • Cedarviði, rauðviði og þrýstimeðhöndluðum tréafskurði
 • Sink og járn uppsprettum

Þýtt og staðfært með leyfi Harrison Bird Foods


©Anna Jóhannesdóttir, 2009 f. Animalia ehf.