Fóðrunarkostnaður
Það er ekki sjálfgefið að ódýrara sé að fóðra fugl á fræblöndum heldur en hágæða heilfóðri úr lífrænt ræktuðum hráefnum. Gæðin á fræblöndunum eru oft misjöfn, sumar eru ansi lélegar og oftast er ekki um lífræna ræktun að ræða. Þar af leiðandi er kílóverð hágæða heilfóðurs töluvert hærra. Þessi samanburður er þó alls ekki fullnægjandi. Reynslan hefur sýnt að flestir sem fóðra með venjulegum fræblöndum gefa páfagaukunum ótakmarkað magn fóðurs en það þýðir að fuglarnir éta í raun minna en ¼ af matnum sem þeim er boðinn. Restin fellur á gólf búrsins og þarf að henda daginn eftir.
Að auki þá éta páfagaukar einungis fræ en ekki hismið utan á þeim, en það er oft töluvert hlutfall af fræblöndunni hvað þyngd og rúmmál varðar. Hnetur og sólblómafræ eru gott dæmi um slíkt. Hvað heilfóður varðar þá klárar fuglinn skammtinn af því. Fuglarnir eru ánægðari með minni dagsskammta t.d. gerir African Grey sig ánægðan með 25 grömm á dag og gárar með 4 grömm. Því er hægt að fóðra African Grey á 1 kílói af hágæðafóðri í u.þ.b. einn mánuð. Á sama tíma myndi hann hæglega fara í gegnum 3-5 kg af venjulegum fræblöndum. Þar sem fræ skortir nokkur lífsnauðsynleg steinefni og vítamín þarf að bæta þeim í fóðrið og þarf líka að taka tillit til þessa þegar fóðrunarkostnaður er reiknaður út.
Með þessar staðreyndir í huga er reiknaður út daglegur fóðrunarkostnaður mismunandi fuglategunda. Taflan hér að neðan er byggð á verði fóðurs í einum 453 gramma poka af Harrisons fóðri og fræblöndum sem seldar eru í gæludýraverslunum. Inn í verð fræblandanna er bætt kostnaði við vítamínkaup. Verðin eru byggð á verði í maí 2009.