Af hverju ætti ég að velja Harrisons fóður?

Nokkur atriði til að hafa í huga þegar ákveða skal með hvaða fóðri skyldi fóðra búrfugla.

 

Næringarskortur

 

Um 90% af þeim sjúkdómum sem hjrá fugla má rekja til næringarskorts.  Gott úrval er af fuglafóðri á markaðnum í dag, en athuga þarf næringarefnin í fóðrinu vel.  Margar tegundir innihalda ekki rétt næringarefni, bæði getur skort lífsnauðsynleg næringarefni, en líka er til í dæminu að of mikið sé af ákveðnum næringarefnum.  Hvort tveggja getur verið skaðlegt fyrir fuglana. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel það að bjóða fuglum blandað fæði er ekki nægjanlegt, þar sem fuglar eru matvandir og sólgnir í ákveðnar fæðutegundir.  Þeir munu því taka ákveðnar fæðutegundir fram yfir aðrar, geta valið úr og þar af leiðandi verður yfirleitt ekki jafnvægi í heildarnæringarsamsetningu fóðursins næringu þeirra.

 

Næringarlegt ójafnvægi getur valdið fuglinum minniháttar óþægindum en getur einnig leitt til alvarlegra sjúkdóma, jafnvel dauða.  Fuglar sem ekki fá nægilega gott fóður geta lifað en þeir nær undantekningarlaust þrífast illa.

 

Harrison´s fuglafóður var þróað af hinum virta fugladýralækni Greg Harrison.  Fóðrinu er ætlað að mæta þörfm velupplýstra nútíma fuglaeiganda, og á sama tíma koma í veg fyrir næringarskort og berjast gegn sjúkdómum og ótímabærum dauðdaga fuglanna. 

Ákjósanleg fæða er tryggð með heilfóðri

 

Harrison´s fuglafóður var þróað til að veita fuglum öll þau næringarefni sem þeir þarfnast.  Fugl, sem fóðraður er eingöngu á fræjum, skortir 32 lífsnauðsynleg vítamín og snefilefni – þessi efni finnast í Harrison´s í réttu magni og hlutföllum miðað við þarfir fuglanna.  Það þýðir að ekki þarf að gefa nein duft eða dropa sem oft er erfitt að vita hversu mikið fuglinn fær af.  Því er enginn aukakostnaður við fóðrið og vert er að hafa í huga að viðbótarefni raska jafnvægi Harrison´s fóðursins og eru því óæskileg, geta jafnvel verið skaðleg. 

 

Öll næringarefni sem fuglarnir þurfa er í bitunum og því er enginn tímafrekur undirbúningur við að útbúa fæðu í réttu jafnvægi og safna saman fjölbreytilegum mat.

 

Rannsóknir hafa sýnt að búrfuglar sem eru á hágæða heilfóðri, fá raunar betri fæðu heldur en villtir fuglar.  Tilraunir til að líkja eftir matarvenjum villtra páfagauka hafa verið árangurslausar, þar sem fjölbreytileikinn í fæðuvali í náttúrunni er svo gífurlegur.  Það hefur reynst ómögulegt bæði fyrir eigendur og tilraunafólk að ná slíkum fjölbreytileika.  Kastljósinu hefur því verið beint að lífeðlisfræði fuglanna og næringarþörfum.  Þessi áherslubreyting opnaði möguleikann á að búa til fóður sem uppfyllir þarfir fuglanna og gefur jafnvel betri raun hvað varðar næringarlegt jafnvægi.  Á stöðum þar sem öll umhirða á fuglunum er til fyrirmyndar, hefur því sést að búrfuglar eru farnir að lifa lengur heldur en ættingjar þeirra í náttúrunni.  Að fóðra með heilfóðri, sem leggur til grundvallar næringarlegar þarfir fuglsins, mun bæta heilsufar og skapferli fuglsins þíns.  

 

Harrisons er 100% lífrænt svo heilsufar fuglsins er ekki í hættu

 

Af hverju ætti að velja Harrison´s frekar en aðrar fóðurtegundir?  Harrison´s fuglafóður er enn sem komið er eina 100% lífræna heilfóðrið sem fáanlegt er á Íslandi.  Skordýraeitur, plöntueitur, sveppaeitur, rotvarnarefni, litarefni, sætuefni og bragðefni geta verið hættuleg heilsu fugla.  Harrison´s inniheldur engin slík efni.  Innihaldsefnin eru heilkorn sem nota má til manneldis og vottuð lífræn af USDA.

 

Við, ásamt öðrum dýralæknum, teljum að í dag sé ekki til betra fóður fyrir fuglinn þinn en Harrisons Bird Foods.

 

 


©Anna Jóhannesdóttir og Dagmar Ýr Ólafsdóttir, 2009