Hvar fæst Harrison´s fuglafóður?

Harrisons er það fuglafóður sem dýralæknar mæla með, enda býður það upp á eina sjúkrafóðrið sem til er handa fuglum.  Animalia ehf. hóf innflutning á Harrisons fuglafóðri árið 2007 og býðst það nú til sölu hjá eftirfarandi aðilum:

Dýralæknamiðstöðin Grafarholti

Dýralæknastofa Dagfinns

Dýralæknastofa Suðurnesja

Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar

Dýralæknaþjónusta Suðurlands

Dýraspítalinn Garðabæ

Dýraspítalinn Víðidal

Furðufuglar og fylgifiskar

Gæludýrabúðin Trítla

Nokkuð mismunandi úrval er á stöðunum, og ekki eru allir með allar tegundir sem fáanlegar eru.  Það getur því verið betra að hringja á undan sér ef kaupa á ákveðna vöru.  Við mælum með að fuglinn fari í heilbrigðisskoðun til að meta ástand hans áður en skipt er um fóður.  Snöggar fóðurbreytingar geta haft mikil áhrif á fuglinn, og geta þeir veikst í kjölfarið ef að heilsa þeirra er tæp fyrir.  Það er því alltaf rétt að láta dýralækni meta hvort fuglinn þoli breytingarnar.  Til eru mismunandi aðferðir og leiðir til fóðurskipta og er mjög mismunandi hvað hentar hverjum fugli.

Einnig er hægt að panta fóðrið beint frá Animalia ehf. í gegnum tölvupóst og er fóðrið þá sent í póstkröfu.