Pepper Lifetime Coarse

 

Lífrænt viðhaldsfóður fyrir meðalstóra og stóra páfagauka

Fyrir fugla sem:

 • hafa skipt yfir í Harrison´s fuglafóður úr fræjum eða öðru fóðri og hafa verið á High Potency fóðri í að minnsta kosti 8 mánuði (sjá hér)
 • heilfóður allt árið sem mætir næringarþörfum heilbrigðra fugla og fugla sem eru ekki í ræktun, þar á meðal Pionus, Amasóna, Eclectus, stórra kakadúa, stórra ara og annara miðlungs stórra og stórra páfagauka.
 • þurfa”krydd í tilveruna”, sumir fuglar dýrka sterkt bragðið
 • þurfa aðstoð við að skipta um fóður
 • hafa verið greindir með vörtuveiki (papillomatosis)
 • hægt að nota sem nammi

Fóðrunarleiðbeiningar:

 • Gefið ferskt fóður á hverjum degi.
 • Til að minnka fóður sem fer til spillis er betra að hafa matmálstíma.
 • Fuglarnir mega éta eins og þeir vilja, en hægt er að nota eftirfarandi töflu til viðmiðunar:

Bætiefni:

Ekki er mælt með að bæta fóðrið með vítamínum eða öðru fuglafóðri eða dýraafurðum. Bætiefni skyldi takmarka við 10% af heildarmagni fæðu fuglsins. Bjóðið lífrænt grænmeti og ávexti í litlu magni, veljið dökkgult, kjötmikið grænmeti eða dökkgræn lauf eins og t.d. sætar kartöflur, gulrætur, grasker, vetrarkúrbít, brokkoli, steinselju, spínat, mangó eða papaya.

Geymsla og líftími:

Eitt af markmiðunum með Harrison´s fuglafóðri er að hlífa fuglinum þínum við aukefnum. Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig halda skal fóðrinu fersku:

 • Lyktið af fóðrinu áður en fóðrað er.
 • Þrýstið öllu lofti úr pokanum og rennið honum aftur að ofan.
 • Ef rennilásinn bilar eða er fjarlægður, brjótið pokann þá saman nokkrum sinnum að ofan og lokið með klemmu.
 • Geymið fóðrið í upprunalegu umbúðunum. Ekki endurpakka í plastpoka eða dunka.
 • Notið innihaldið innan fjögurra til sex vikna eftir að pokinn er opnaður.
 • Kaupið Harrison´s fóður aðeins í upprunalegum umbúðum.
 • Hægt er að viðhalda ferskleika fóðursins með því að geyma það í ísskáp eftir að pokinn er opnaður.

Innihaldsefni:
malaður gulur maís*, malað afhýtt bygg*, malaðar sojabaunir*, malaðar skurmaðar jarðhnetur*, möluð afhýdd sólblómafræ*, malaðar linsubaunir*, malaðar grænar baunir*, möluð hrísgrjón*, malaðir og ristaðaðir afhýddir hafrar*, malað sólþurrkað alfalfa*, Psyllium,  cheyenne pipar*, kalsíum karbónat, montmorilonit leir, spírúlína*, malað og þurrkaður þari, E-vítamín, sjávarsalt, A-vítamín, D3-vítamín, níasín, B12-vítamín, ríbóflavín, d-kasíumpantothenate, pyridoxínhydroklóríð, d-bíótín, þíamínmónónítrat, natríum selenít

*lífrænt ræktað