AVIx Soother vörurnar og fjaðurplokk

Ástæður fjaðurplokks geta verið margar og oftar en ekki eru þær fleiri en ein (fóður, hegðun, leiðindi, ávani).  Oft getur verið erfitt og tekið langan tíma að komast að því hver ástæðan er, en það alltaf skyldi reyna að finna ástæðuna.  Í flestum tilfellum þarf að gera slíkt í samstarfi við dýralækni, því að það getur þurft að útiloka að einhverjir sjúkdómar liggi til grundvallar þessu ástandi. 

Tilhneiging fugla til að reyta sig getur aukist ef að húðin og/eða fjaðrirnar eru í slæmu ásigkomulagi.  Einnig eykst þörfin oft við þá ertingu sem fjaðurplokkið sjálft veldur og er þá kominn vítahringur sem erfitt er að brjóta.  Sýnt hefur verið fram á að notkun á AVIx Soother vörunum hjálpi til að að brjóta vítahringinn.  Soother vörunar auka rakann í húðinni og fjöðrunum, og er einnig verkjastillandi.  Óþægindi á slæmum svæðum minnka því, fuglinn veitir þeim minni athygli, kláðinn minnkar og plokkþörfin einnig.  Soother vörurnar eru því góður valkostur til að bæta ástandið á meðan ástæðu fjaðurplokksins er leitað.  Réttast er að vera í sambandi við dýralækni varðandi notkun varanna.