Ávallt til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

Animalía er fyrsta bráðavakt fyrir gæludýr á Íslandi. Við erum opin allan sólahringinn, allt árið - Því slysin gerast ekki bara á dagvinnutíma.

Grunar þig að um neyðartilfelli sé að ræða? Hringdu beint í okkur eða komdu strax og láttu okkur vita á leiðinni.

Heimsending í póstbox og með Wolt Drive kemur von bráðar!

- Kíktu aftur við eftir nokkra daga -

... þangað til getur þú hinsvegar nýtt tækifærið og verslað úr fullu úrvali af sjúkrafóðri og hjúkrunarvörum, vitandi það að þú munt aldrei aftur fara í fýluferð fyrir fóður sem er ekki til upp í hillu. Þú sækir svo pöntunina hvenær sem þér lystir - hvenær sem er sólarhrings, hvaða dag sem er. Þú getur valið að láta sérpanta fyrir þig vörur í pöntuninni ef þær eru ekki allar til þegar þú pantar, afhendingatími á sérpöntunum eru 2-4 virkir dagar.